Decode ME hefur fundið erfðabreytileika sem auka líkur á ME

Ýmsar vísbendingar hafa verið um að ME leggist á fleiri en einn fjölskyldumeðlim, en þetta er í fyrsta sinn sem allt að átta erfðabreytileikar sem auka líkur á ME, hafa fundist í ónæmis- og taugakerfinu.

Þessar niðurstöður eru enn óritrýndar, og hugsanlegt er að einhverjar breytingar eigi sér stað í ritrýningarferlinu. Þá er gott að hafa í huga að þessar niðurstöður eru ekki jafngildi lífmerkis, og því er ekki hægt að nota þær til að skera úr um hvort sjúklingur hefur ME eða ekki, segir stjórn ME félagsins.

Þetta er gott og styrkt innlegg í erfðarannsóknir á orsökum ME, og vonumst við í stjórn félagsins til að sjá fleiri kraftmiklar rannsóknir fylgja í kjölfar þessarrar. Þar sem margir heilbrigðir einstaklingar hafa einnig þessi erfðabreytileika er ekki hægt að nota þessa þekkingu til að spá fyrir um hverjir eru í hættu á að fá ME.

Scroll to Top