– mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttindum sjúklinga
Almannaheill – samtök þriðja geirans eru heildarsamtök frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa í almannaþágu.

Með aðildinni fær ME félagið aðgang að öflugum vettvangi þar sem hagsmunir félagasamtaka eru varðir og samstaða mynduð um sameiginleg málefni. Aðildin felur í sér ýmsa kosti:
- Aukinn slagkraftur í hagsmunabaráttu gagnvart stjórnvöldum og opinberum aðilum.
- Betra rekstrarumhverfi með aðgangi að ráðgjöf, fræðslu og verkfærum fyrir félög.
- Sýnileiki og trúverðugleiki sem styrkir stöðu félagsins í samfélaginu.
- Samstarf og samstaða með fjölbreyttum hópi annarra samtaka sem starfa í almannaþágu.
„Þetta er mikilvægt skref fyrir ME félag Íslands og okkar félagsmenn,“ segir stjórn félagsins. „Með aðildinni styrkjum við baráttuna fyrir réttindum sjúklinga og bættri þjónustu, auk þess sem við fáum að vera hluti af öflugum vettvangi sem vinnur að bættum starfsskilyrðum félagasamtaka.“