Hvað er ME?
ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis en „myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki og „encephalomyelitis“ fyrir bólgur í heila eða mænu. Á íslensku hefur sjúkdómurinn stundum verið kallaður síþreyta sem er þýðing á enska heitinu Chronic Fatigue Syndrome (CFS). Það heiti hefur lengstum verið notað erlendis og þá aðallega í Bandaríkjunum þar sem það varð til. Sjúklingar eru ósáttir við þetta síþreytunafn, þar sem síþreyta er í raun aðeins eitt af fjölmörgum einkennum ME og nægir ekki til að gera grein fyrir sjúkdómnum og alvarleika hans.
Athugið að ekki er víst að allir sem greindir eru með síþreytu séu með ME.
Þetta er ágætis mynd sem útskýrir nafnið Myalgic Encephalomyelitis sem þvælist fyrir mörgum.
MY = vöðva
ALGIC = verkir
ENCEPHALO = heila
MYEL = mænu
ITIS = bólga
(Þetta er skammstafað ME)
Bólgur í heila og mænu með vöðvaverkjum