top of page

„Ég get"

Þann 12. maí næstkomandi - á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um ME, langar okkur að beina athyglinni að því hvernig við förum að því að lifa með sjúkdómnum og hvaða leiðir við höfum fundið til að tjá okkur og/eða skapa, eða sinna áhugamálum með ýmis konar listformi t.d. tónlist, skrifum, ljóðagerð, rafrænni list og handverki. ME veikir eru á mjög mismunandi stað hvað orku og getu varðar en mörg okkar hafa fundið ákveðna hvíld eða leið til að gera á sinn hátt, afþreyingu t.d. í formi listar eða handavinnu.

Við höfum valið titilinn “Ég get“ á viðburðinn og viljum virkja þau sem vilja taka þátt, fá hjá ykkur hugmyndir og samvinnu í að búa til skemmtilegan viðburð sem myndi bæði vera rafrænn á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum og við getum leigt sal fyrir lifandi viðburð, því það væri gaman að koma saman og njóta sköpunnar ME fólks. Ef þú vilt taka þátt í að móta og skipuleggja verkefnið eða hefur eitthvað sem gæti fallið undir “Ég get“ getið þið skráð ykkur í þennan vinnuhóp á Facebook eða sent okkur netpóst á mefelag@gmail.com


Comments


Fréttir
bottom of page