Search
Heimsókn til Akureyrar
- ME félag Íslands
- Apr 12
- 1 min read
Updated: 3 days ago

Stjórn ME félagsins var á Akureyri nú á dögunum, hitti starfsfólk Akureyrarklíníkurinnar og hlýddi á mjög áhugaverða fyrirlestra þeirra um starfsemi klíníkunnar.
Stjórn ME félags Noregs var með í för ásamt Prófessor Ola Didrik Saugstad sem hefur sinnt ME sjúklingum í 30 ár. Heimsókninni lauk með kynningarfundi félagsins í Grófinni að viðstöddum um 30 manns.
Við komum tilbaka með hafsjó af nýjum fróðleik og enn viljugri að halda áfram að vinna að betra samfélagi fyrir ME og Long Covid sjúklinga. Daglega greinast ný tilfelli með þessa lífshamlandi sjúkdóma.
Hér stöndum við fyrir framan Menntaskólann á Akureyri þar sem að Akureyrarveikin lagðist á marga nemendur skólans um miðja síðustu öld en hún er nátengd ME og Long Covid.
Yorumlar