top of page

Fundarboð - Aðalfundur 22. apríl 2025




Aðalfundur ME félags Íslands

 

Fundurinn verður 22. apríl kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu, Oddsstofu á 1. hæð í Sigtúni 42 í Reykjavík.

 

Fundinum verður streymt hér á Zoom.

 

 

Efni fundarins:

 

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 

 

Við minnum á að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og eru skuldlausir. Upplýsingar um félagsgjöld 

 

Í ár skal kjósa formann, 2 aðalmenn og 1 varamann í stjórn. Allir eru kosnir til tveggja ára. Öll framboð til stjórnar skal tilkynna til ME félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund, með því að senda tölvupóst á mefelag@gmail.com 

 

Framboð í nefndir má senda í tölvupósti eða einfaldlega gefa kost á sér á fundinum sjálfum. Upplýsingar um nefndarstörf

 

ME félagið er hagsmunafélag sjúklinga og aðstandenda þeirra. Mikilvægt er að stjórn og nefndir séu skipaðar af sjúklingum, aðstandendum og gjarnan líka fólki sem hefur sérfræðiþekkingu eða brennandi áhuga á málefnum félagsins.

 

Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér í stjórn og nefndir. Hægt er að taka þátt í öllum störfum á netinu.

 

 

Dagskrá aðalfundar skv. 6. gr. laga félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara

b) Skýrsla stjórnar

c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram

d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum

e) Upphæð árgjalds ákveðin

f) Lagabreytingar  

g) Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein

h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

i) Kosning nefnda

j) Önnur mál

 

 

Tillögur að lagabreytingum á 1. og 15. gr.:

 

Óskað er eftir því að aðalfundur samþykki að flytja heimilisfang félagsins úr Hafnarfirði til Reykjavíkur, í Mannréttindahúsið í Sigtúni 42. Því fylgjandi er óskað eftir því að aðalfundur samþykki eftirfarandi lagabreytingar.

 

1. grein (Í stað "Hafnarfirði" mun standa "Reykjavík")

Nafn félagsins er ME félag Íslands. Félagið starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla. Félagssvæðið er landið allt en heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er aðili að Öryrkjabandalagi Íslands. Erlent heiti félagsins er The ME Society of Iceland.

 

15. grein (Viðbót er feitletruð)

Þessi lög voru þannig samþykkt á aðalfundi ME félags Íslands 12. mars 2011. Í desember 2021 samþykkti stjórn ME félags Íslands að breyta skráningu félagsins úr því að vera félagasamtök yfir í að vera almannaheillafélag og bætti við 4. grein laganna um að tekjum félagsins skyldi ráðstafað til að standa undir þeim kostnaði sem til fellur við að uppfylla markmið félagsins samkvæmt 2. grein, og að félagið skyldi starfa samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla. 22. apríl 2025 samþykkti aðalfundur að flytja heimili félagsins til Reykjavíkur og var þá samþykkt sú breyting á 1. gr. að varnarþing yrði í Reykjavík. Að öðru leiti haldast lögin óbreytt frá fyrri skráningu félagsins.

 

 

 Sjá upplýsingar um nefndir hér. Sami aðili getur verið í fleiri en einni nefnd.

 

 

Með góðri kveðju,

stjórn ME félags Íslands


Comentários


Fréttir

ME félag Íslands

Sigtún 42

105 Reykjavík

 

Sími: 620 2011

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja ME félagið?
 

Kennitala: 650311-2480

Bankareikningur: 133-15-1371

 

ME félagið er almannaheillafélag

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

Skrifstofa félagsins
er í Sigtúni 42 í
Mannréttindahúsinu

Opnunartími:
Eftir samkomulagi.

Viðtalstíma er hægt að bóka í síma 792 3828 eða í tölvupósti á netfangið: 
mefelag@gmail.com

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram
bottom of page