Fréttir Stöðvar 2 um ME og Covid
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Pétur Magnússon, forstjóra Reykjalundar, um framtíðarhorfur Covid smitaðra. Nú virðist nokkuð ljóst að einhver hluti sjúklinga á við langvarandi veikindi að stríða og í augnablikinu bíða 30 þeirra eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.
Einnig var rætt við Guðrúnu Sæmundsdóttur, formann ME félags Íslands. Hún sagði frá því að nokkrir Covid sjúklingar hafi nú þegar haft samband við félagið og leitað upplýsinga.