1. maí - kjarabarátta öryrkja
ME félagið er þátttakandi í starfi Öryrkjabandalags Íslands og hér er bréf frá formanni ÖBÍ vegna 1. maí:
Það skiptir miklu máli að við ÖBÍ félagar verðum mjög sýnileg í kröfugöngu 1. maí næstkomandi. Kjaramálin hljóta að vera áherslumál okkar allra og í dag er okkar helsta baráttumál að skerðingarnar verði afnumdar. Um það verður kröfuganga ÖBÍ í ár, en afnám skerðinga er aðeins varða á leiðinni til meiri kjarabóta. . Við erum að leggja áherslu á ímynd og ásýnd örorkulífeyrisþega sem almennra þátttakenda í samfélaginu. Stóra málið er að ná góðum hópi saman, að við verðum vel sýnileg og að okkar rödd heyrist hátt og vel. Hvert og eitt félag þarf því að láta hendur standa fram úr ermum við að hvetja fólk til að vera ófeimið og mæta í gönguna. Því fleiri því betra. Félagsmenn, jafnt sem fjölskylda og vinir. Allir velkomnir. Við förum nánar í þátttökuna þegar nær dregur, en þangað til höfum við útbúið netfangið 1mai@obi.is. Á þetta netfang má senda upplýsingar um nafn, síma, netfang svo hægt verði að minna fólk á og hvetja til að mæta þegar nær dregur. Við stöndum í erfiðri kjarabaráttu rétt eins og launafólk almennt. 1. maí er okkar dagur eins og annarra, gleymum því ekki.
Verum stolt og verum sýnileg 1. maí. Tökum pláss í samfélaginu! Þuríður Harpa Sigurðardóttir
ME félag Íslands hvetur alla sem tök hafa á að taka þátt í kjarabaráttu örorkulífeyrisþega.