top of page

GREINAR

Jonas2.jpg

„Forvitni drífur mig áfram“

- rætt við Jonas Bergquist um síþreytueinkenni

3.tlb. 109. árg. 2023  Læknablaðið

Sænski læknirinn Jonas Bergquist segir það hafa verið einstaka reynslu að koma á gömlu heimavist Menntaskólans á Akureyri þar sem Akureyrarveikin kom upp fyrir 75 árum. Hann segir langtímaveikindi eftir COVID, sem hann er að rannsaka núna, auka samkennd með þeim sem eru með þreytuheilkenni

Hvað getur Akureyrarveikin kennt okkur um COVID-19

22. janúar 2023.  Akureyri.net

Jonas Bergquist, mikils metinn læknir og vísindamaður frá Uppsölum í Svíþjóð, hefur beint sjónum sínum að langtíma eftirköstum COVID-19 með sérstakri áherslu á hliðstæður og tengsl við Myalgic encephalomyelitis, betur þekkt sem ME-sjúkdómurinn, en hann er í stuttu máli krónískur þreytusjúkdómur sem getur valdið mikilli skerðingu á lífsgæðum. Um ræðir flókinn sjúkdóm sem á sér margs konar birtingarmyndir og getur valdið mörgum og mismunandi einkennum hjá sjúklingum.

Viðtal við Sigurð Arnarson í Morgunblaðinu

21. janúar 2023

Sigurður Arnarson fékk Covid í mars í fyrra. Líf hans hefur ekki orðið samt síðan en Sigurður glímir nú við eftirköstin og hefur verið greindur með ME-sjúkdóminn.

Dr. Jonas Bergquist í Morgunblaðinu

21. janúar 2023

Talið er að tíu prósent þeirra sem fengið hafa Covid finni fyrir langtímaeinkennum og eitt prósent upplifa langvarandi alvarleg einkenni. Jonas Bergquist, læknir í Svíþjóð hefur rannsakað ME sjúkdóminn um langt skeið og rannsakar nú langvarandi eftirköst Covid en líkindi eru á milli sjúkdómanna.

Norskt ME fréttabréf

1. febrúar 2018

ME foreningen í Noregi er meðlimur í Nordic ME Network sem er bandalag ME félaga á norðurlöndum. ME félag Íslands hefur fengið leyfi til að birta fréttabréfið þeirra hér á síðunni. Það er einstaklega vel gert og metnaðarfullt og vonandi geta sem flestir lesið það þótt það sé á norsku.

Akureyrarveikin

22. september 2017

Herdís Sigurjónsdóttir er varaformaður ME félags Íslands. Í þessari grein segir hún frá Akureyrarveikinni sem geysaði á Íslandi um miðja síðustu öld. Sá faraldur er talinn til ME faraldra á heimsvísu og hér áður fyrr var jafnvel talað um ME sem Akureyri disease eða Icelandic disease. Herdís segir einnig frá sinni eigin reynslu af því að greinast með ME og leit sinni að svörum sem leiddi hana til ME félags Íslands og að endingu í stjórn þar.

Ernir Snorrason, grein frá 1996

11. október 2016

Dr. Ernir Snorrason heitinn var íslenskur læknir og vísindamaður sem rannsakaði ME sjúkdóminn. Rannsóknir hans vöktu athygli á alþjóðavettvangi og m.a. taldi hann að notkun tiltekins Alzheimerslyfs hjálpaði ME sjúklingum en sá sjúkdómur er talinn mögulega orsakast af bólguástandi í heila. Annars eiga þessir tveir sjúkdómar ekkert annað sameiginlegt. Ernir var brautryðjandi í að útskýra ME sjúkdóminn eins og sést í meðfylgjandi viðtali þar sem...

LDN

Gísli Þráinsson - mars 2013

LDN er skammstöfun fyrir Low Dose Naltrexone eða lág-skammta-Naltrexone. Nafnið dregur lyfið af því að litlir skammtar af því eru teknir rétt fyrir svefn. Erlendis er LDN oft notað við gigtarsjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum og taugahrörnunarsjúkdómum. Vísbendingar eru um að lyfið hjálpi við meðhöndlun ýmissa krabbameina. Forrannsóknir á LDN benda til að það hjálpi um 50% – 80% sjúklinga með þá sjúkdóma sem það er þekkt fyrir að virka á. Engar rannsóknir eru fyrirliggjandi um árangur LDN meðhöndlunar á M.E. en athyglisvert er í því...

Methylhjálp

Gísli Þráinsson - mars 2013

Methylhjálp (Methylation Protocol) sem meðhöndlun við M.E.

Undanfarin ár hafa borist fréttir erlendis frá af M.E. sjúklingum og sjúklingum með aðra tauga- og ónæmiskerfissjúkdóma sem hafa hlotið mismunandi mikinn og stundum talsverðan bata fyrir tilstuðlan meðhöndlunar með lífvirkum B-vítamínum. Nokkrir íslenskir M.E. sjúklingar hafa einnig verið að reyna þessa aðferð og sumir þeirra hafa fengið góða reynslu af henni. Þessi vítamín hjálpa sjúklingum...

Please reload

bottom of page