top of page
ME og Covid-19

Covid-19 er nú heimsfaraldur og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst Evrópu miðju faraldursins.

 

Á Íslandi ríkir samkomubann og fólk er beðið um að vera ekki í fjölmenni og halda að lágmarki tveggja metra fjarlægð frá öðrum.


En hvað um þau okkar sem eru með ME og þau sem búa með eða sjá um einstaklinga með ME?


Margir ME sjúklingar eru nú þegar mikið heima við og fara lítið út en samt þurfa þeir að sýna enn meiri varkárni núna. Þegar litið er til nýjustu upplýsinga kemur í ljós hætta á því að afleiðingar Covid 19 smitunar séu alvarlegar og langvarandi hjá ME sjúklingum.

Dr Nigel Speigt ráðleggur ME sjúklingum að vera „mjög varkárir“ og Dr. Charles Shepherd ráðleggur ME sjúklingum að „gera auknar ráðstafanir til að vernda heilsu sína og halda sig í fjarri öðru fólki“.

Þeir ráðleggja fólki með undirliggjandi sjúkdóma að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum stjórnvalda - sem hér á landi eru á https://covid.is

Dr. Charles Shepherd ráðleggur:

  • Haltu öllum snertiflötum í umhverfi þínu eins hreinum og þú mögulega getur.

  • Þvoðu hendur og úlnliði vandlega eftir að hafa snert óhreina eða mögulega mengaða fleti til dæmis hurðarhúna og slökkvara.

  • Ekki snerta andlit þitt nema með nýþvegnum höndum.

  • Forðastu að umgangast þá sem sýna einkenni um smit.

  • Haltu hæfilegri fjarlægð frá öðrum, þar með talið fólki sem þú þekkir.

  • Ef þú þekkir einhvern með ME og býrð ekki með þeim skaltu sýna stuðning þinn með því að tengjast í gegnum samfélagsmiðla eða hringja frekar en að heimsækja. Mikilvægast er að hafa samband við 1700 ef þú finnur fyrir einkennum.

Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur ME, vinsamlegast haltu áfram að ástunda gott hreinlæti, haltu fjarlægð eins og mælt er með og dragðu úr óþarfa ferðalögum.

Upplýsingarnar fyrir þessa grein eru að hluta byggðar á vefsíðunum Emerge Australia og

ME Association UK. Báðar síðurnar uppfæra reglulega upplýsingar um Covid-19.

LEIÐBEININGAR FRÁ EUROMENE

SEM ER HÓPUR EVRÓPSKRA SÉRFRÆÐINGA SEM VINNA AÐ RANNSÓKNUM Á ME OG AUKINNI ÞEKKINGU MEÐAL HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKS.

Á heimasíðu þeirra má sjá leiðbeiningar til ME sjúklinga vegna Covid á nokkrum tungumálum.

SÍÐA ME-PEDIA

ER NOKKURS KONAR ALFRÆÐIVEFUR UM ME. ÞAR HEFUR VERIÐ KOMIÐ UPP ÍTARLEGUM UPPLÝSINGUM SEM VARÐA COVID-19 OG ME.

Væntanlega mun smám saman bætast við upplýsingarnar á síðunni svo það er gott að opna hana af og til.

RANNSÓKNIR VEGNA COVID OG ME

Þar sem ME fylgir oft í kjölfar farsótta gefst nú einstakt tækifæri til að fylgjast með því hvernig Covid sjúklingum reiðir af og hvort einhverjir þeirra þrói með sér post-viral einkenni. Við munum leitast við að fylgjast með þessum rannsóknum hér á síðunni.

Rannsókn Dr. Bergquist við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, Svíþjóð

Rannsókn fjögurra aðila í Hollandi.

Hvað kunna langtímasjúklingar öðrum betur? Að...
  • vera bundnir við heimilið langtímum saman

  • vinna að heiman

  • hirða um sig og hafa takt í tilverunni þótt þeir séu mikið heima við

  • borða mat sem styrkir ónæmiskerfið

  • stunda áhugamál og sjálfsnám sem stuðla að andlegri virkni og vexti

  • hafa stjórn á kvíða og fylgjast með eigin geðheilsu

  • viðhalda mikilvægum samböndum úr einangrun

  • finna og skapa gleði þótt aðstæður séu dapurlegar

  • taka einn dag í einu

Covid-19.jpg
bottom of page