Fréttabréf ME félags Íslands

Merki ME félags Íslands

Vinnuhópur stofnaður um þjónustu við sjúklinga með ME, langvinnt COVID, POTS og skylda sjúkdóma

Stjórn ME félag Íslands tilnefndi Freyju Imsland sem fulltrúa okkar í starfshópinn.
Freyja hefur víðtæka þekkingu á ME og hefur starfað ötullega fyrir ME sjúklinga sem varamaður í stjórn ME félagsins. Doktorsgráða Freyju í erfðafræði mun einnig nýtast mjög vel í starfi með nefndinni. Fyrsti fundur vinnuhópsins fór fram mánudaginn 15. september.

Fullt var út úr dyrum þegar ný bók Óskars Þórs Halldórssonar, Akureyrarveikin, var kynnt
Ásta Þórunn varaformaður ávarpaði gesti fyrir hönd ME félagsins og þakkaði Óskari fyrir ómetanlegt framlag til varðveislu sögunnar og aukinnar vitundar um ME sjúkdóminn.
Sýni sem fundust á Landspítalanum gætu svipt hulunni af ástæðum Akureyrarveikinnar
Sýni sem nýlega komu í leitirnar á Landspítalanum eru talin geta varpað ljósi á orsakir Akureyrarveikinnar. Það gæti gagnast við rannsóknir á langvarandi eftirköstum kórónuveirunnar en mikil líkindi þykja með einkennum þessara sjúkdóma.
Ný bók um Akureyrarveikina
Undanfarin tvö ár hefur Óskar Þór Halldórsson unnið að ritun bókar um Akureyrarveikina. Þessari nýju tæplega 400 bls. bók um Akureyrarveikina, sem ber einfaldlega heitið Akureyrarveikin, fylgdi höfundur úr hlaði með kynningum á Akureyri 29. ágúst og í Reykjavík 5. september.

Foreldrafélag

Nýr upplýsinga- og spjallhópur

Foreldri og forráðamenn barna og ungmenna sem eru með eða eru talin vera með ME og/eða langtíma Covid, eru boðin velkomin í nýjan Facebook hóp á vegum félagsins.
Einnig er hægt en ekki nauðsynlegt, að skrá sig formlega í foreldrafélag ME félags Íslands.
Ó­sýni­legur veru­leiki – Al­var­legt ME og bar­áttan fyrir skilningi
Fyrir flesta er það sjálfsagt að hefja daginn – fara á fætur, í sturtu og sinna daglegum verkefnum.
Yfir 70 ME faraldrar
Upptaka af fyrirlestri Friðbjörns Sigurðssonar læknis (á ensku) á “Klinisches Symposium zum Thema Postakute Infektionssyndrome (PAIS)“ sem fór fram 12. mars 2025 í Vín.
Aðild að Evrópsku sjúklingasamtökunum (EDF)
ME félag Íslands er aðili að Evrópusamtökum ME sjúklinga (EMEA) sem hafa nú verið samþykkt sem fullgildur aðili að Evrópsku sjúklingasamtökunum (EPF)

Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst

  • 15 manns hlupu fyrir okkur.
  • 1.862.000 kr. söfnuðust fyrir okkur.
  • Um 30 manns mættu á hvatningarstöð fyrir okkur.
Við viljum þakka öllum þeim frábæru hlaupurum sem hlupu fyrir ME félagið í Reykjavíkurmaraþoninu og einnig þeim sem tóku þátt í undirbúningi og mættu á hvatningarstöð.

Með þátttöku ykkar hafið þið ekki aðeins safnað mikilvægu fé fyrir starfið okkar – heldur líka hjálpað okkur að auka vitund um ME og Langtíma Covid.

ME félag Íslands hefur nú gerst aðildarfélag Almannaheilla

  • mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttindum sjúklinga
Almannaheill – samtök þriðja geirans eru heildarsamtök frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa í almannaþágu.

Með aðildinni fær ME félagið aðgang að öflugum vettvangi þar sem hagsmunir félagasamtaka eru varðir og samstaða mynduð um sameiginleg málefni.
    Aðildin felur í sér ýmsa kosti:
    • Aukinn slagkraftur í hagsmunabaráttu gagnvart stjórnvöldum og opinberum aðilum.
    • Betra rekstrarumhverfi með aðgangi að ráðgjöf, fræðslu og verkfærum fyrir félög.
    • Sýnileiki og trúverðugleiki sem styrkir stöðu félagsins í samfélaginu.
    • Samstarf og samstaða með fjölbreyttum hópi annarra samtaka sem starfa í almannaþágu.
    „Þetta er mikilvægt skref fyrir ME félag Íslands og okkar félagsmenn,“ segir stjórn félagsins. „Með aðildinni styrkjum við baráttuna fyrir réttindum sjúklinga og bættri þjónustu, auk þess sem við fáum að vera hluti af öflugum vettvangi sem vinnur að bættum starfsskilyrðum félagasamtaka.“

    Með kærri kveðju,

    stjórnin

    Mannréttindahúsið
    Sigtúni 42
    105 Reykjavík
    Sími: 620 2011
    mefelag.is
    facebook instagram youtube bluesky tiktok linkedin threads x 
    Styrkja félagið