top of page
12. maí 2025 - ME vitundarvakning

Alþjóðlegur ME dagur er 12. mars. 

Vilt þú taka þátt í undirbúningi og framkvæmd. Hafðu samband

Félagið mun standa fyrir ME vitundarvakninu á þessu ári eins og fyrri ár. 

15. mars 2025 - Long Covid vitundarvakning

Í ár tók félagið þátt í vitundarvakningu á Long Covid. Hún hófst 15. mars á alþjóðlegum degi Long Covid og stóð út mars mánuð.

 

Börn með Long Covid - Long Covid Kids Rocks. Steinar voru málaðir og þeim dreift víða um land.

Fréttatilkynning - Myndir af steinum

Viðtal á RÚV

Lífið með langvinn eftirköst covid: „Þetta er rosalega mikil spennitreyja“

Sjá viðtal við Atla Þór Kristinsson hér fyrir neðan.

Leiðarlýsing

Myndskilaboðum var dreift daglega á samfélagsmiðlum, þar sem athygli var vakin á því að fjöldi fólks sé enn veikt eftir Covid-19 faraldurinn. Bent var á leiðarlýsingu að betra lífi fyrir sjúklinga.

Skilningur - Rannsóknir - Fræðsla - Stuðningur - Meðferðir

FB_IMG_1742524158387(1).jpg
1000014773.jpg
Me sjúkdómurinn (2).png
Íslensk fræðslumynd um ME sjúkdóminn

ME sjúkdómurinn: Örmögnun úti á jaðri er heitið á nýrri fræðslumynd ME félagsins. Nafnið vísar í að ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og í öllu þjóðfélaginu. 
 

ME er skammstöfun á heiti alvarlegs sjúkdóms sem hefur verið hálfgerð hornreka í læknisfræðinni. Miðað við tíðni sjúkdómsins í nágrannalöndunum gætu um tvö þúsund manns verið með ME á Íslandi en í skráningu hjá Landlæknisembættinu skipta þeir aðeins nokkrum tugum. Í nýrri íslenskri heimildarmynd er skyggnst inn í líf ME-sjúklinga og fjallað um tengsl sjúkdómsins við COVID-19. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson. 

Lífið með ME er fræðslumyndband sem kom út í maí 2021. Myndbandið fjallar um áskoranir og fordóma sem að fólk með ME mætir.  Félagsmálaráðuneytið styrkti gerð myndbandsins, einnig komu sjálfboðaliðar að vinnu við gerð þess. 

í þessu myndbandi sem kom út árið 2017,  segja nokkrir

einstaklingar með ME fá því hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á líf þeirra.  

 NICE leiðbeiningarnar á íslensku um greiningu og meðhöndlun á ME sjúkdómnum.

ME félag Íslands fékk leyfi frá NICE National Institute for health and care - til þess að þýða NICE leiðbeiningarnar um greiningu og meðferð á ME sjúkdómnum.  Þýðingin var unnin af SKJAL ehf. og var þýðingin samþykkt af NICE. Leiðbeiningarnar eru hér á heimsíðu ME félagsins. Einnig eru leiðbeiningar Mayo Clinic á íslensku á heimasíðunni. 

Jonas Bergquist 806.jpg

Fyrirlestur Jonas Bergquist MD/PhD

 

Dr. Jonas Bergquist prófessor í efnafræðideild háskólans í Uppsölum, Svíþjóð heimsótti íslendinga nýlega í tengslum við læknadaga í Hörpu. Hann flutti einnig fyrirlestur sem gestur ME félagsins á Hilton hótelinu Suðurlandsbraut 19. janúar. Fyrirlesturinn var ákaflega fróðlegur og skemmtilegur og þýddi Kristín Sigurðardóttir læknir fyrirlesturinn af stakri prýði jafnóðum.

Stuðningur í erfiðleikum


Það er oft erfitt að vera með langvinnan sjúkdóm og stundum þurfum við stuðning og einhvern til að tala við ef okkur líður illa. Heilsugæslan veitir stuðning í gegnum Heilsuveru. Netspjall er opið frá 8-22 alla daga. Þar eru gefnar almennar ráðleggingar og leiðbeint um heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingur er til staðar ef með þarf. 
Símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar er opin frá 8 til 22 alla daga Sími er 5131700

Rauði Krossinn er með hjálparsímann 1717 og netspjall og er öllum velkomið að nýta sér þjónustu þeirra. 
Dæmi um erindi sem koma inn til Hjálparsímans: Einmanaleiki, þunglyndi, kvíði, sjálfsvígshugsanir og sjálfskaði
Átraskanir, geðraskanir, sorg og áföll. Fjármál, námsörðugleikar, húsnæðisvandamál og atvinnuleysi
Rifrildi og samskipti, ástarmál, fordómar. Barnaverndarmál. Kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og einelti
Heilbrigðisvandamál, neysla, fíknivandi. Kynferðismál, kynlíf, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar
Þessi listi er á engan hátt tæmandi og hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.

MYNDBÖND

Alþjóðleg vitundarvakning

ME félag Íslands leggur áherslu á að vekja athygli á ME og tekur þátt í alþjóðlegu átaki

þann 12. maí ár hvert.

fyrirlestrar á fræðslufundum

Félagið hefur haldið fræðslufundi fyrir félaga og aðra áhugasama. Hér má sjá upptökur af áhugaverðum fyrirlestrum frá þeim fundum.

sjá fyrirlestra

yfirlýsing ME félags íslands

Við viljum að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sé uppfylltur. Þannig myndu ME sjúklingum vera tryggð þau réttindi og öryggi sem þeir hafa rétt á og þarfnast.

fyrirlestrar frá ráðstefnu

Félagið hélt stóra ráðstefnu árið 2017 og bauð þangað erlendum sérfræðingum. Hér er hægt að sjá fyrirlestrana frá ráðstefnunni.

ME félag Íslands þýddi og gaf út

VIRKNIAÐLÖGUN

BÓK UM BETRA LÍF MEÐ ME

Fræðsluefni til fagfólks

Í maí 2018 sendi félagið "fræðslupakka" til ýmissa fulltrúa í heilbrigðiskerfinu, heilsugæslustöðvum, meðferðastöðvum og fleiri völdum aðilum sem koma að heilsugæslu og -eflingu. Í pakkanum var bæklingur félagsins, DVD diskur með nýjum fyrirlestrum ME sérfræðinga og greinagott bréf með ýmsum upplýsingum og beiðni um að þessu fræðsluefni væri komið á framfæri á réttum stöðum. 

Bréfabunki.jpg
Alþjóðastarf ME félags Íslands

Frá árinu 2014 hafa fulltrúar ME félags Íslands farið á árlega ráðstefnu

Invest in ME í London. Það hefur reynst ómetanlegt að vera í beinu sambandi við það sem helst er að gerast í rannsóknum á ME og njóta reynslu annarra sem þarna koma. Félaginu mætti strax mikil velvild og fulltrúar okkar komust í samband við erlend sjúklingafélög, lækna og aðra sem vinna að málefnum tengdum ME.

EMEA

Í þessari fyrstu ferð 2014 til London fékk ME félag Íslands inngöngu í Evrópusamtök ME félaga, Europian ME Association (EMEA). Aðalfundir samtakananna eru einmitt haldnir í kringum ráðstefnuna ár hvert.

Þarna var líka lagður grunnur að Norðurlandasamtökum ME félaga og voru þau svo stofnuð í október sama ár. Samtökin halda reglulega fundi á netinu. 

ÖBÍ réttindasamtök

ME félagið er eitt af aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka og því geta félagsmenn ME félagsins leitað til ÖBÍ til að fá aðstoð og ráðgjöf með málefni sem tengjast stöðu þeirra sem fatlaðir/langveikir einstaklingar,  eins og t.d. lögfræðiaðstoð og félagsráðgjöf, einnig geta ME félagsmenn tekið þátt í starfi ÖBÍ í gegnum ME félagið.

FRÉTTIR

ME félag Íslands

Sigtún 42

105 Reykjavík

 

Sími: 620 2011

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja ME félagið?
 

Kennitala: 650311-2480

Bankareikningur: 133-15-1371

 

ME félagið er almannaheillafélag

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

Skrifstofa félagsins
er í Sigtúni 42 í
Mannréttindahúsinu

Opnunartími:
Eftir samkomulagi.

Viðtalstíma er hægt að bóka í síma 792 3828 eða í tölvupósti á netfangið: 
mefelag@gmail.com

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram
bottom of page